Þýsk kona er grunuð um að myrða tvífara sinn, sem hún fann á Instagram, til að setja á svið eigin dauðdaga.

Hin 23 ára gamla Sharaban K. er talin hafa orðið áhrifavaldinum Khadidja O. sem einnig var 23 ára gömul, í Ingolstadt í Þýskalandi í ágúst. Þýski miðillinn Bild fjallar um málið.

Khadidja var stunginn rúmlega fimmtíu sinnum og var lík hennar skilið eftir í aftursætinu á bíl Sharaban, sem í kjölfarið fór í felur ásamt kærasta sínum Sheqir K. en hann er grunaður um aðild að morðinu.

Þegar líkið fannst var bíllinn tengdur við fjölskyldu Sharaban og gerði lögregla því ráð fyrir að um lík hennar væri að ræða. Þar spilaði einnig inn í hversu illa farið líkið var, sérstaklega í andlitinu.

Krufning á líkinu leiddi þó í ljós að sú látna var í raun Khadidja, og í kjölfarið hefur málið verið kallað „tvífaramorðið“ í þýskum fjölmiðlum.

Í þessari viku var Sharaban ákærð fyrir morð, en samkvæmt saksóknara leitaði hún á Instagram að konu sem væri lík henni útlitslega.

„Það liggur fyrir að hin ákærða hafði samband við nokkrar konur sem eru líkar henni áður en glæpurinn var framinn,“ sagði saksóknari við Bild. „Það er hægt að gera ráð fyrir því að sakborningurinn hafi viljað fara í felur, vegna deilna hennar við fjölskyldu sína, og hafi því sviðsett dauða sinn.“