Tveimur flugum hefur verið beint á annan flugvöll eftir að grunsamlegur pakki fannst á flugvelli í Dunedin á Nýja-Sjálandi. 50 manns hafa látist eftir hryðjuverkaárás á föstudag.

Búið er að loka flugvellinum og varðhringur settur um hann, en heimildir Radio NZ herma að búið sé að óska eftir sprengjusveit lögreglunnar. Eins er búið að tilkynna varðliði hersins um ástandið.

Eins og áður segir voru framin mannskæð hryðjuverk af öfgahægrimanni á föstudaginn síðastliðinn, þar sem fimmtíu múslimar voru skotnir til bana í tveimur moskum er bænastund fór fram. Ástandið er því viðkvæmt í landinu.