Fréttir

„Grun­sam­legur pakki“ á flug­velli á Nýja-Sjá­landi

Mikill viðbúnaður er á nýsjálenskum flugvelli vegna grunsamlegs pakka sem fannst. Ástandið í ríkinu er viðkvæmt eftir mannskæða hryðjuverkaárás á föstudag.

Tveim flugum var snúið við vegna pakkans grunsamlega. Fréttablaðið/ Getty

Tveimur flugum hefur verið beint á annan flugvöll eftir að grunsamlegur pakki fannst á flugvelli í Dunedin á Nýja-Sjálandi. 50 manns hafa látist eftir hryðjuverkaárás á föstudag.

Búið er að loka flugvellinum og varðhringur settur um hann, en heimildir Radio NZ herma að búið sé að óska eftir sprengjusveit lögreglunnar. Eins er búið að tilkynna varðliði hersins um ástandið.

Eins og áður segir voru framin mannskæð hryðjuverk af öfgahægrimanni á föstudaginn síðastliðinn, þar sem fimmtíu múslimar voru skotnir til bana í tveimur moskum er bænastund fór fram. Ástandið er því viðkvæmt í landinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tveir inn­lyksa á Hrafns­eyrar­heiði vegna snjó­flóða

Innlent

Drengirnir í Grindavík fundnir

Erlent

Rann­saka fram­leiðslu­ferli Boeing 737 MAX vélanna

Auglýsing

Nýjast

Þór­hildur Sunna: Tæta í sig MDE til „verndar hégóma Sig­ríðar“

Á­rásar­maðurinn í Utrecht hand­tekinn

My­space glataði öllum gögnum frá því fyrir 2016

Þingveislu frestað vegna verkfalla

Orrustuþotur sendar gegn sprengiflugvélum við Ísland

Bergið komið með hús­næði þremur árum eftir andlát Bergs

Auglýsing