Þrír eru í haldi Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu eftir að grun­sam­legur hlutur fannst í rusla­gámi í Mána­túni í Reykja­vík á fjórða tímanum í nótt.

Frétta­blaðið greindi frá því snemma í morgun að sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra hefði verið kölluð út en engar frekar upp­lýsingar fengust um málið þegar eftir því var leitað. Lögregla var með talsverðan viðbúnað á vettvangi og stóð hann yfir í nokkrar klukkustundir.

Í til­kynningu lög­reglu er það stað­fest að sér­sveitin hafi verið kölluð til að­stoðar vegna málsins. Þó er tekið fram að þar sem rann­sókn málsins sé á frum­stigi sé ekki hægt að veita frekari upp­lýsingar að svo stöddu. Því liggur ekki fyrir á þessari stundu hver hinn grun­sam­legi hlutur var.