Félag grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu síðdegis í gær nýjan kjarasamning með rafrænum hætti hjá embætti ríkissáttasemjara.
Kjarasamningurinn gildir frá morgundeginum til 31. mars á næsta ári en núverandi samningur rennur út í dag.
Þetta er í fyrsta sinn sem Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrita nýjan kjarasamning áður en gildandi samningur rennur út.
Samningurinn verður nú kynntur meðal félagsmanna Félags grunnskólakennara og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir 14. janúar.