Fé­lag grunn­skóla­kennara og samninga­nefnd Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga undir­rituðu síð­degis í gær nýjan kjara­samning með raf­rænum hætti hjá em­bætti ríkis­sátta­semjara.

Kjara­samningurinn gildir frá morgun­deginum til 31. mars á næsta ári en nú­verandi samningur rennur út í dag.

Þetta er í fyrsta sinn sem Fé­lag grunn­skóla­kennara og Sam­band ís­lenskra sveitar­fé­laga undir­rita nýjan kjara­samning áður en gildandi samningur rennur út.

Samningurinn verður nú kynntur meðal fé­lags­manna Fé­lags grunn­skóla­kennara og hjá Sam­bandi ís­lenskra sveitar­fé­laga.

Niður­staða at­kvæða­greiðslu um samninginn mun liggja fyrir 14. janúar.