Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Samningurinn var undirritaður þann 30. desember síðastliðinn með raf­rænum hætti hjá em­bætti ríkis­sátta­semjara en það er í fyrsta sinn sem Fé­lag grunn­skóla­kennara og Sam­band ís­lenskra sveitar­fé­laga undir­rita nýjan kjara­samning áður en gildandi samningur rennur út.

Kosið var um nýja samninginn og lágu niðurstöðurnar fyrir um hádegi í dag; tæplega 74 prósent sögðu nei og tæplega 25 prósent sögðu já.

Samningurinn var því felldur með miklum meirihluta atkvæða. Kjörsókn var 69 prósent.

Atkvæðagreiðsla stóð yfir frá hádegi 7. janúar og lauk klukkan 12 í dag, fimmtudaginn 13. janúar 2022.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er þessi

  • Já sögðu 876 eða 24,82%
  • Nei sagði 2.601 eða 73,71%
  • Auðir 52 eða 1,47%
  • Á kjörskrá voru 5.092
  • Atkvæði greiddu 3.529 eða 69,30%