Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur farið í samstarf til að skoða hvort mögulegt sé að hitaveituvæða Grundarfjarðarbæ með fjarvarmaveitu.Grundarfjörður er á svokölluðu köldu svæði, þar sem ekki er aðgangur að jarðhita.

Þar er því kynt með með raforku og olíu.Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar, segir því skipta miklu fyrir bæjarbúa að finna aðra leið til upphitunar.

„Það er verið að leita fjölbreyttra leiða til að búa til orku til þess að hita upp vatn sem húsin eru kynt með,“ segir Björg.

Verkefnið hefst á forhönnun og fýsileikakönnun á hitaveituvæðingu bæjarins með varmadælum þar sem varminn yrði sóttur bæði úr umhverfinu og í glatvarma frá fyrirtækjum í Grundarfirði. Er það nýjung á Íslandi, en vel þekkt í hringrásarhagkerfum erlendis.