Lögreglumál

Grunaður um smygl á fólki

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í tæplega mánaðarlangt gæsluvarðhald vegna gruns um smygl á fólki.

Maðurinn er grunaður um að hafa hjálpað fólki að koma til landsins og haft milligöngu um flugmiðakaup. Fréttablaðið/ Eyþór

Karlmaður var í gær úrskurðaður í tæplega mánaðarlangt gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagt smygl á fólki til Íslands og til annarra ríkja.

Maðurinn var handtekinn 5. febrúar síðastliðinn og í gær staðfesti Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Maðurinn verður vistaður í gæsluvarðhaldi til 10. apríl n.k.

Maðurinn er grunaður um tengsl við nokkur mál þar sem hann hefur komið til landsins í för með fólki sem sótt hefur um alþjóðlega vernd við komuna í flugstöðina í Keflavík. Hann er sagður hafa keypt flugmiða fyrir fjölskyldu sem kom til landsins og óskaði eftir alþjóðlega vernd vegna pólitískra ofsókna.

Þjóðerni mannsins er afmáð í úrskurðinum. Frásagnir hins kærða og fólks sem hann er grunaður um að hafa smyglað til landsins rekast nokkuð á. Hefur hann m.a. haldið fram að fólk sem kom með honum í för til landsins sé tengt sér eða kærustu sinni fjölskylduböndum, sem fólkið kannast ekki við. Annars vegar kom maðurinn með ungmennum til landsins þann 2. janúar síðastliðinn og hins vegar með konu, sem ber saman eftirnafn og ungmenninn, þann 2. febrúar.

Samkvæmt ákvæði laga um útlendinga, sem ákæruvaldið vísar til í kröfugerð sinni, varðar það sektum eða fangelsi allt að sex árum að „standa að skipulagðri starfsemi til að aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins eða til annars ríkis, hvort sem starfsemin er rekin í hagnaðarskyni eða ekki.“ Maðurinn neitar allri sök.

Úrskurð Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lögreglumál

Grunsamlegur maður kíkti inn í bifreiðar

Lögreglumál

Kvartað yfir er­lendum úti­gangs­mönnum

Lögreglumál

Mikið að gera hjá lögreglu í gær

Auglýsing

Nýjast

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Auglýsing