Maður hefur verið ákærður fyrir vörslu á tæplega fjögurhundruð myndum sem sýna barnaníðsefni.

Aðalmeðferð málsins fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur seinna í þessari viku, en maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa „ítrekað skoðað myndir og myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni.“

Maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot, en aðalmeðferð málsins fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur seinna í vikunni.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Fram kemur að í tölvu mannsins hafi fundist 99 slíkar ljósmyndir og að í eyddum skrám hafi verið ummerki um vefvöfrun eftir umræddu myndefni. Í síma mannsins fundust síðan 286 slíkar myndir.

Fram kemur að lögregla hafi lagt hald á munina.

Í ákærunni er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Auk þess verði gerð krafa um að myndefnið verði gert upptækt.