Starfs­maður á hjúkrunar­heimilinu Hamrar er grunaður um að hafa beitt skjól­stæðinga heimilisins of­beldi. Málið er til rann­sóknar hjá lög­reglu og hefur um­ræddur starfs­maður, sem hefur starfað á hjúkrunar­heimilinu í um tvö ár, verið sendur í leyfi frá störfum.

Það var DV sem greindi frá málinu, en sam­kvæmt þeirra heimildum annaðist starfs­maðurinn meðal annars ein­stak­linga sem glíma við al­var­legar heila­bilanir, en ekki er ljóst hversu lengi hið meinta of­beldi hefur staðið yfir. Það hefur verið kvartað undan starfs­manninum og fundust á­verkar á því heimilis­fólki sem talið er að hann hafi brotið á.

Í sam­tali við DV segir Sigurður Rúnar Sigur­jóns­son, for­stjóri Eirar að al­var­legt at­vik hafi komið upp.

„Þetta er mikið á­fall fyrir öll okkar sem koma að þessari starf­semi. Við þurfum núna að fara vand­lega yfir málið, upp­lýsa það og kanna hvað við getum gert til að tryggja að ekkert þessu líkt geti gerst aftur,“ segir Sigurður.