Lög­reglan á Vest­fjörðum er nú með til rann­sóknar mál í Bíldu­dal þar sem maður var hand­tekinn fyrir að ráðast tví­vegis á mann­eskjur á sama heimilinu með eins dags milli­bili en þetta kemur fram í færslu lög­reglunnar á Face­book.

Að því er kemur fram í færslunni var lög­regla fyrst kölluð til að í­búðar­húsinu sunnu­dags­kvöldið 14. febrúar síðast­liðinn þar sem átök höfðu átt sér stað en einn maður reyndist þar slasaður og með skerta með­vitund.

Hann var í kjöl­farið fluttur með þyrlu Land­helgis­gæslunnar á sjúkra­hús í Reykja­vík en hann reyndist ekki vera með al­var­lega á­verka. Sá sem var grunaður um að valda á­rásinni var færður í fanga­geymslu á Pat­reks­firði en sleppt lausum daginn eftir.

Ógnaði fólki með hníf sama dag og honum var sleppt

Sama dag og manninum var sleppt úr haldi var lög­regla aftur kölluð til að sama húsi og á­tökin þann 14. febrúar áttu sér stað en þar var til­kynnt um að sá sem var grunaður um á­rásina deginum áður hafði þar ógnað tveimur aðilum með hníf.

Lög­regla yfir­bugaði manninn og var hann aftur fluttir í fanga­geymslu á Pat­reks­firði, en ein kona var einnig hand­tekin á vett­vangi þar sem hún hafði veist að lög­reglu þegar maðurinn var hand­tekinn. Þeim var síðan sleppt úr haldi þriðju­daginn 16. febrúar en málið er enn til rann­sóknar.