Maður hefur verið ákærður fyrir nauðgun á tíu ára dreng, sem og kynferðislega áretini gegn honum. Meint brot áttu sér stað sumarið 2015.

Honum er gefið að sök að hafa nauðgað drengnum innandyra með því að eiga við hann endaþarmsmök, nýta yfirburðastöðu sína gagnvart honum þegar þeir voru einir og beitt hann ólögmætir nauðung við verknaðinn.

Maðurinn er jafnframt grunaður um kynferðislega áreitni gagnvart drengnum, með því að hafa margsinnis þuklað á honum innan- og utanklæða, og látið hann koma við kynfæri sín innan- og utanklæða. Fram kemur að það gerðist á meðan þeir voru að glíma.

Auk þess á hann að hafa í eitt skipti nuddað kynfærum sínum við rass og mjaðmasvæði drengsins.

Það er héraðssaksóknari sem ákærir manninn og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Móðir drengsins krefst, fyrir hönd sonar síns, að manninum verði gert að greiða fimm milljón króna bætur.