Grunur er á um að maðurinn sem kom af stað hóp­smiti í leik­skólanum Jörfa hafi vitað af eigin sýkingu þegar hann braut gegn skyldu um sótt­kví og ein­angrun. Þetta kom fram í kvöld­fréttum Stöðvar 2.

Eins og fram hefur komið eru 36 smit stað­fest í tengslum við leik­skólann. Fram kom í kvöld­fréttum að maðurinn sé grunaður um að hafa brotið gegn skyldu sinni við að fara í sótt­kví við komuna til landsins síðustu mánaðar­mót og einnig eftir að hann hafði verið greindur með sjúk­dóminn í seinni sýna­töku og átti að vera í ein­angrun.

Haft var eftir Guð­mundi Páli Jóns­syni, lög­reglu­full­trúa hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, að lög­reglan hafi gripið í taumana um leið og fréttist af brotunum.

Segir hann að allir sem brotið hafi sótt­kví og ein­angrun séu kallaðir í skýrslu­töku um leið og fólkið megi fara út úr húsi. Þaðan fari mál til á­kæru­sviðs og í sekt. Smitin sem greindust um helgina tengjast tveimur ein­stak­lingum sem komu hingað til lands og fylgdu ekki reglum um sótt­kví.