Tólf mánaða gömlu barni var bjargað úr ánni Irwell í Manchester síð­degis í dag. Um var að ræða dreng en ekki var unnt að bjarga honum og lést hann stuttu eftir komuna á spítala, að því er fram kemur á vef BBC.

Þar kemur fram að 22 ára gamall karl­maður hafi verið hand­tekinn í kjöl­farið og er hann grunaður um morð af yfir­lögðu ráði. Tals­maður lög­reglunnar í Manchester sagði að ekki væri ljóst á þessari stundu hvernig drengurinn lenti í ánni. Grunur leikur á að honum verið hent ofan af brú.

Við­mælandi breska ríkis­út­varpsins, Enzo Ca­bu­derra, varð vitni að starf­semi lög­reglunnar og sjúkra­liða á svæðinu. „Ég á barna­börn sjálfur og til­hugsunin um að ein­hver gæti gert eitt­hvað slíkt er bara sjokkerandi.“