Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem sætir lögreglurannsókn hefur í neyðartilfellum verið látinn sinna sjúklingum á Landspítalanum. Skúli er grunaður um að hafa verið valdur þess að níu sjúklingar létust ótímabært. RÚV greinir fyrst frá þessu.
Landspítalinn lýsti því yfir að Skúli myndi ekki eiga í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri til rannsóknar hjá lögreglu.
Fréttastofu RÚV barst ábending frá sjúklingi sem sagði Skúli hafa sinnt sér og útskrifað sig af bráðalyftæknideild Landspítalans. Í svari við fyrirspurn sem RÚV sendi Landspítalanum segir að læknirinn hafi starfað undir handleiðslu annars læknis. Landspítalinn segir það vera vegna manneklu sem hann er fenginn til þess að leysa af.
Helstu verkefni Skúla hafi verið að yfirfara gögn sjúklinga til stuðning við störf annarra á á bráðalyftæknideild og Covid-19 göngudeild, samkvæmt Landspítalanum.
Eins og áður kom fram er Skúli til rannsóknar, grunaður um að hafa valdið níu ótímabærum andlátum. Hann er einnig til rannsóknar fyrir að hafa sett fimm til viðbótar á lífslokameðferð áður en þeir voru fluttir á hjúkrunarheimili, en slíkri meðferð var hætt.
Í úrskurði frá Landsrétti segir að hann sé grunaður um að vera ábyrgur fyrir rangri greiningu og meðferð sjúklinganna og þannig hafa hann gerst sekur um manndráp og fleiri brot.
Skúli var sviptur læknaleyfi tímabundið en er kominn með takmarkað lækningaleyfi aftur frá Landlæknisembættinu.
Málið er sagt vera afar umfangsmikið, sérhæft og ætti við alvarlegar sakargiftir að styðjast. Málið á sér engin fordæmi í íslenskri réttarstöðu.
Skúli er með takmarkað starfsleyfi sem gildir til 11. nóvember 2022 samkvæmt starfsleyfaskrá Landlæknis.