Skúli Tómas Gunn­laugs­son, læknir sem sætir lög­reglu­rann­sókn hefur í neyðar­til­fellum verið látinn sinna sjúk­lingum á Land­spítalanum. Skúli er grunaður um að hafa verið valdur þess að níu sjúk­lingar létust ó­tíma­bært. RÚV greinir fyrst frá þessu.

Land­spítalinn lýsti því yfir að Skúli myndi ekki eiga í sam­skiptum við sjúk­linga á meðan hann væri til rann­sóknar hjá lög­reglu.

Frétta­stofu RÚV barst á­bending frá sjúk­lingi sem sagði Skúli hafa sinnt sér og út­skrifað sig af bráða­lyf­tækni­deild Land­spítalans. Í svari við fyrir­spurn sem RÚV sendi Land­spítalanum segir að læknirinn hafi starfað undir hand­leiðslu annars læknis. Land­spítalinn segir það vera vegna mann­eklu sem hann er fenginn til þess að leysa af.

Helstu verk­efni Skúla hafi verið að yfir­fara gögn sjúk­linga til stuðning við störf annarra á á bráða­lyf­tækni­deild og Co­vid-19 göngu­deild, sam­kvæmt Land­spítalanum.

Eins og áður kom fram er Skúli til rann­sóknar, grunaður um að hafa valdið níu ó­tíma­bærum and­látum. Hann er einnig til rann­sóknar fyrir að hafa sett fimm til við­bótar á lífs­loka­með­ferð áður en þeir voru fluttir á hjúkrunar­heimili, en slíkri með­ferð var hætt.

Í úr­skurði frá Lands­rétti segir að hann sé grunaður um að vera á­byrgur fyrir rangri greiningu og með­ferð sjúk­linganna og þannig hafa hann gerst sekur um mann­dráp og fleiri brot.

Skúli var sviptur lækna­leyfi tíma­bundið en er kominn með tak­markað lækninga­leyfi aftur frá Land­læknis­em­bættinu.

Málið er sagt vera afar um­fangs­mikið, sér­hæft og ætti við al­var­legar sakar­giftir að styðjast. Málið á sér engin for­dæmi í ís­lenskri réttar­stöðu.

Skúli er með tak­markað starfs­leyfi sem gildir til 11. nóvember 2022 sam­kvæmt starfs­leyfa­skrá Land­læknis.