Talið er að tvö til­felli Wu­han- veiru­smits sé komið upp í norður­hluta Finn­lands. Það eru finnskir fjöl­miðlar sem greindu frá þessu í morgun.

Á vef­síðu YLE segir að um sé að ræða með­limi kín­verskrar fjöl­skyldu frá Wu­han sem hefur verið á ferða­lagi í Finn­landi. Vísir greinir frá því að tveir fjöl­skyldu­með­limir hafi leitað á heilsu­gæslu í bænum I­va­lo í kjöl­far þess að þau fundu fyrir flensu­ein­kennum.

Búast má við niðurstöðu síðdegis í dag

Tekin voru sýni úr þeim sem hafa verið sendar til Helsinki til rann­sóknar og búast má við að niður­staða liggi fyrir síð­degis í dag eða í kvöld.

Nú þegar hafa 26 manns látist af völdum veirunnar, en um er að ræða af­brigði kóróna­veiru. Upp­tök hennar er rakin til matar­markaðar í kín­versku borginni Wu­han.

Stað­fest smit veirunnar eru í Suður-Kóreu, Japan, Hong Kong, Makaú, Taí­landi, Taí­van, Singa­púr, Víet­nam og Banda­ríkjunum og hefur Al­þjóða­heil­brigðis­stofnunin lýst yfir neyðar­á­standi í Kína vegna veirunnar.