Ís­lensku mennirnir fjórir sem hand­teknir voru af sér­sveit lög­reglu í gær og grunaðir eru um að hafa skipu­lagt hryðju­verka­á­rás eru grunaðir um að vera tengdir hægri öfga­hópum á Norður­löndum.

Þetta full­yrðir Stundin. Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá vildi lög­regla ekki greina frá því á blaða­manna­fundi nú síð­degis í dag hvort að mennirnir væru þjóð­ernis­sinnar.

Segir í frétt Stundarinnar að lög­regla rann­sókni mögu­leg tengsl mannanna við öfga­hópa á Norður­löndum og annars staðar í Evrópu.

Þá segist miðillinn hafa heimildir fyrir því að lög­reglan telji að á­rásin hafi fyrst og fremst átt að beinast gegn lög­reglunni sjálfri.
Sagði lög­regla á blaða­manna­fundinum í dag að á­rásin hafi átt að beinast gegn stofnunum og borgurum og að ætla megi að Al­þingi og lög­regla hafi verið þar á meðal.

Segist Stundin hafa heimildir fyrir því að tölu­verður hluti vopnanna sem gerð hafi verið upp­tæk hjá mönnunum hafi verið flutt inn til landsins. Þar á meðal hafi verið fjöldi hálf sjálf­virkra vopna. Áður hefur komið fram að mennirnir hafi þrí­vídda­prentað vopn.