Eftir­lits­nefnd Sjúkra­trygginga Ís­lands hefur gert al­var­legar at­huga­semdir við reiknings­gerð SÁÁ og krafið sam­tökin um 174 milljón króna endur­greiðslu af þeim sökum.

Starfs­fólk SÁÁ hefur sent frá sér yfir­lýsingu vegna málsins þar sem þeir mót­mæla harð­lega „á­sökunum sem nú berast frá SÍ varðandi þjónustu sem á­fengis-og vímu­efna­ráð­gjafar inntu af hendi á tíma­bilum þar sem ítrustu sótt­varna var krafist af yfir­völdum vegna heims­far­aldurs.“

Þar segir enn fremur að það hafi ekki verið for­svaran­legt að taka á móti ein­stak­lingum í hópúr­ræði er sam­komu­tak­markanir giltu vegna hættu á Co­vid-smitum.

„Í þeim til­gangi að halda með­ferðar­sam­bandi, styrkja bata og koma í veg fyrir bak­slag á meðan á tak­mörkunum stóð, lögðu starfs­menn SÁÁ á sig mikla vinnu á stuttu tíma­bili við að hringja út í skjól­stæðinga og veita þeim upp­lýsingar, ráð­gjöf og stuðning. Er þessi vinna, sem unnin var af heilindum og í góðri trú, nú gerð tor­tryggi­leg og jafn­vel sak­næm.“

Starfs­menn SÁÁ segja SÍ vega að starfs­heiðri sínum og starf­semi sam­takanna sem muni nú sem áður setja hags­muni skjól­stæðinga sinna í fyrsta sæti.

Yfir­lýsingin í heild sinni:

Vegna al­var­legra á­sakana um starfs­hætti við reiknings­gerð til SÍ í heims­far­aldri. Enginn kostnaðar­auki ríkis varð til vegna að­gerða SÁÁ í göngu­deild 2020. Starfs­menn SÁÁ mót­mæla harka­lega þeim á­sökunum sem nú berast frá SÍ varðandi þjónustu sem á­fengis-og vímu­efna­ráð­gjafar inntu af hendi á tíma­bilum þar sem ítrustu sótt­varna var krafist af yfir­völdum vegna heims­far­aldurs.

Á­fengis – og vímu­efna­ráð­gjafar sinna ár­lega þúsundum ein­stak­linga í hópúr­ræðum í göngu­deild. Slíkum hópúr­ræðum, óbólu­settra skjól­stæðinga, var ekki for­svaran­legt að halda úti í ströngustu sam­komu­tak­mörkunum vegna smit­hættu af Co­vid. Í þeim til­gangi að halda með­ferðar­sam­bandi, styrkja bata og koma í veg fyrir bak­slag á meðan á tak­mörkunum stóð, lögðu starfs­menn SÁÁ á sig mikla vinnu á stuttu tíma­bili við að hringja út í skjól­stæðinga og veita þeim upp­lýsingar, ráð­gjöf og stuðning.

Er þessi vinna, sem unnin var af heilindum og í góðri trú, nú gerð tor­tryggi­leg og jafn­vel sak­næm. Það er rétt að halda því til haga, að enginn fjár­hags­legur á­vinningur fyrir SÁÁ eða starfs­fólk sam­takanna, um­fram gildandi samninga, gat hlotist af þessari vinnu. Er með þeirri máls­með­ferð SÍ gróf­lega vegið að starfs­heiðri, trú­verðug­leika og trausti starfs­manna og starf­semi SÁÁ. Á­fengis – og vímu­efna­ráð­gjafar, og allir starfs­menn SÁÁ, munu nú sem áður setja hags­muni skjól­stæðinga sinna í fyrsta sæti og kapp­kosta að veita á­fram bestu mögu­legu þjónustu á krefjandi tímum heims­far­aldurs. Starfs­fólk SÁÁ.