Mál hins 23 ára gamla Kára Orra­sonar var rekið fyrir Héraðs­dómi Reykja­víkur í dag. Kári er á­kærður fyrir að ó­hlýðnast fyrir­mælum lög­reglu í and­dyri dóms­mála­ráðu­neytisins í apríl í fyrra þar sem hann, á­samt fé­lögum sínum í sam­tökunum No-Bor­ders, krafðist fundar með ráð­herra um að­búnað flótta­manna á landinu.

Helgi Þor­steins­son, lög­maður Kára, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að það hafi verið líkt og til­gangurinn hafi verið að kenna hópnum lexíu. Hann segir hand­tökurnar grófa að­ferð að réttinum til að mót­mæla, sem varinn sé í stjórnar­skrá Ís­lands.

„Þetta er að ein­hverju leyti hringrök­semd hjá á­kæru­valdinu. Þeim var skipað að fara, gerðu það ekki og því taldi lög­reglan sig þurfa að hand­taka þá. Sem að mínu mati er gróf að­för að réttinum til að mót­mæla,“ segir Helgi.

Lög­reglan læsti og hand­tók hópinn

„Við vorum fimm úr hópnum sem vorum hand­tekin í þessum frið­samlegu og full­kom­lega lög­legu setu­mót­mælum í ráðu­neytinu,“ sagði Kári við blaðið í júlí síðast­liðnum þegar honum var birt á­kæran.

Var Kára, á­samt fé­laga hans, Bor­ys Ejryszew, birt á­kæra frá lög­reglu­stjóranum á höfuð­borgar­svæðinu, rúmu ári síðar eftir að málið kom upp.

Kári er á­kærður fyrir brot gegn lög­reglu­lögum með því að hafa, föstu­daginn 5. apríl 2019, ó­hlýðnast fyrir­mælum lög­reglu um að yfir­gefa and­dyri dóms­mála­ráðu­neytisins að Sölv­hóls­götu í Reykja­vík, er lög­regla vísaði fólki á brott úr and­dyrinu.

Lítill hópur fólks vildi hitta ráðherra í fyrra til að ræða aðbúnað hælisleitenda.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Í á­kærunni er þess krafist að hann verði dæmdur til refsingar. Kári á yfir höfði sér fé­sekt að við­lögðum sakar- og máls­kostnaði verði hann sak­felldur sam­kvæmt á­kærunni.

Kári svaraði fyrir sig í opnu bréfi sem hann birti á vef Frétta­blaðsins í júlí til til Höllu Berg­þóru Björns­dóttur, lög­reglu­stjóra á höfuð­borgar­svæðinu.

„Ég var að nýta rétt minn til mót­mæla og stuðla að því að fólk í erfiðri og við­kvæmri stöðu gæti komið sínu fram“, skrifaði hann þá. „Ég var að reyna að breyta sam­fé­laginu til hins betra. Er það ekki borgara­leg skylda okkar allra?“

„Lög­reglan kemur inn, læsir hurðinni og stuttu síðar erum við hand­tekin,“ sagði Kári við aðal­með­ferð málsins í Héraðs­dómi í dag. „Það hvarflaði ekki að mér að ég væri að brjóta lög.“

Líkt og lög­reglan hafi ætlað að kenna mót­mælendum lexíu

Helgi, lög­maður Kára segir að svo virðist vera sem að lög­reglu­menn hafi ætlað sér að kenna til­teknum hópi lexíu með hand­tökunum.

„Þó að ég geti auð­vitað ekkert full­yrt um á­setning ein­staka lög­reglu­manna, að þá er það klár­lega sú upp­lifun sem ég hafði af málinu í dag að það var gengið svona fram til að kenna þessum mót­mælenda­hópi lexíu,“ segir Helgi.

Hann segist hafa spurt stjórnanda lög­reglu­að­gerðarinnar út í málið í aðal­með­ferð málsins í dag. Sá hafi borið fyrir sig að aðrar mildari að­gerðir gegn mót­mælendum dagana áður hefðu ekki virkað, því hefði verið þörf á að hand­taka þá.

Mótmælendur voru dregnir út eftir að hafa setið á gólfinu.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

„Ef hann segir í réttar­sal, lög­reglu­maðurinn að það hafi verið búið að reyna að færa þau úr dóms­mála­ráðu­neytinu og það virkaði ekki, þá spyr ég, virkaði ekki í hvaða til­gangi? Virkaði ekki til að láta þau hætta að mót­mæla?“ segir Helgi.

„Og svo var aldrei sýnt fram á að þetta væri sama fólkið og daginn áður,“ segir Helgi. „Þannig að mót­mælendur föstu­dagsins voru látnir líða fyrir að­gerðir mót­mælenda daginn áður, án þess að sýnt hafi verið fram á að þetta væri sama fólkið. Það er það sem mér finnst vafa­samt for­dæmi, að lög­reglan geti mætt síðar, sagt út með ykkur og hand­tekið þig,“ segir hann.

Harðar sé tekið á þeim sem mót­mæla vegna hælis­leit­enda

„Án þess að hafa nein gögn um það upp­lifi ég það líka þannig að þeir mót­mælendur sem mót­mæla stefnu stjórn­valda í mál­efnum hælis­leit­enda eru teknir harðar fyrir en mót­mælendur sem mót­mæla stefnunni í öðrum mála­flokkum,“ segir lög­maðurinn. Hann segist upp­lifa að þetta sé angi af stefnu stjórn­valda í mál­efnum hælis­leit­enda.

Helgi segir mótmælendur hafa verið friðsama enda einungis setið á gólfinu.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

„Vegna þess að ef þú mætir í dóms­mála­ráðu­neytið til að mót­mæla því hvernig komið er fram við hælis­leit­endur að þá tekur lög­reglan harðar á þér en ef þú ert að mót­mæla til dæmis efna­hags­á­standinu,“ segir Helgi. „Það er alla­vega mín upp­lifun.“

Þá segir hann því hafa verið velt upp af á­kæru­valdinu í dag hvort að mót­mælin hefðu verið frið­sam­leg. Hann bendir á að mót­mælendur hafi setið á gólfinu og ekki beitt sér með öðrum hætti. Fram hafi komið í skýrslu­tökum að mót­mælanda hafi verið hrint af lög­reglu.

„Ef ég hefði setið á gólfinu með tíu lög­reglu­menn yfir mér með mótór­hjóla­hjálma hefði ég ekki þorað að standa upp. Því ég hefði verið hræddur. Og þau vitni sem ekki voru lög­reglu­menn tóku fram að þau hefðu verið hrædd. Og það er að mínu mati mark­mið lög­reglunnar, því mót­mælendur voru hræddir,“ segir hann.

„Með fullri virðingu fyrir okkar á­gætu lög­reglu­mönnum, að þá var þetta harka­lega fram gengið af lög­reglunni.“