Nokkur erill var hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu í gær­kvöldi og nótt sam­kvæmt dag­bók lög­reglu. Meðal annars tókst hún á við gróður­elda og tals­vert var um ölvun.

Rétt fyrir klukkan ellefu í gær­kvöldi var til­kynnt um eld í gámi í Kópa­vogi og fór slökkvi­lið á vett­vang og slökkti eldinn. Minni háttar skemmdir urðu af þessum sökum.

Skömmu eftir mið­nætti barst til­kynning um gróður­elda á Sel­tjarnar­nesi. Reyndist hann minni háttar og tókst að koma böndum á hann innan skamms en talið er að flug­eldar hafi verið á­stæða hans.

Talið er að ölvun öku­manns hafi verið á­stæða um­ferðar­slyss í Mos­fells­bæ sem varð upp úr klukkan eitt en hann var fluttur á bráða­mót­töku til að­hlynningar og þaðan í fanga­geymslur lög­reglu.

Tals­vert var um út­köll vegna ölvunar, meðal annars vegna konu sem sögð var „ofur­ölvuð“ í mið­borginni og fékk hún að láta renna af sér í fanga­geymslu. Ekki löngu síðar fór lög­regla í annað út­kall af sömu á­stæðum og var þar á ferðinni ölvaður maður sem taldi sig ekki eiga í nein hús að venda. Fór svo að hann fékk einnig að sofa af sér í fanga­geymslu.

Í Breið­holtinu var til­kynnt um eigna­spjöll um hálf­tíu sem reyndust minni háttar. Sömu­leiðis var líkams­á­rás sem til­kynnt var um klukkan hálf tólf minni háttar.

Eigna­spjöll áttu sér einnig stað í mið­borginni, um klukkan hálf­níu. Þar var rúða brotin en skemmdar­vargurinn er ó­fundinn. Brotist var inni í verslun þar upp úr klukkan fjögur í nótt en ekki liggur fyrir hverju var stolið.