Donald Trump, Banda­ríkja­for­seti, þver­tekur enn og aftur fyrir það að Banda­ríkjunum gangi illa í bar­áttunni gegn út­breiðslu CO­VID-19 í nýju við­tali við Jon­a­t­han Swan, frétta­mann Axios. Við­talið hefur vakið mikla at­hygli í dag og eru net­verjar hvumsa yfir full­yrðingum for­setans.

Þar má sjá for­setann halda á blöðum þar sem finna má gröf með upp­lýsingum um dauðs­föll vegna CO­VID-19. Þar full­yrðir for­setinn að vel gangi, sé horft á upp­lýsingar um dauðs­föll miðað við fjölda til­vika. Eins og flestir vita hafa 158 þúsund Bandaríkjamenn látist vegna veirunnar og er landið með flest dauðsföll á heimsvísu.

„Ah þú átt við dauðs­föll miðað við hlut­fall til­vika. Ég er að tala um dauðs­föll miðað við hlut­fall í­búa­fjölda. Það er þar sem Banda­ríkjunum gengur illa. Miklu verra en Suður-Kóreu, Þýska­landi og svo fram­vegis,“ út­skýrir frétta­maðurinn það þá fyrir honum.

„Þú mátt það ekki,“ svarar for­setinn honum þá. Fjöldinn allur af net­verjum hefur tjáð sig um við­talið og lýsa flestir yfir furðu yfir því að um sé að ræða raun­veru­legt við­tal við for­seta Banda­ríkjanna.