Héraðs­dómur Reykja­ness hefur dæmt karl­mann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa í vörslum sínum sam­tals rúm­lega eitt og hálft kíló af kanna­bis­laufum, 31,2 grömm af marijúana og 28 kanna­bis­plöntur.

Lög­regla knúði dyra á heimili mannsins þann 29. mars 2021 þar sem efnin fundust.

Maðurinn, sem er fæddur árið 1990, sótti ekki þing við þing­festingu málsins og var fjar­vist hans metin til jafns við það að hann viður­kenndi að hafa framið þau brot sem hann var á­kærður fyrir.

Þrír mánuðir dómsins eru skil­orðs­bundnir sem þýðir að maðurinn þarf að ó­breyttu að sitja inni í einn mánuð. Manninum var einnig gert að greiða sakar­kostnað málsins, rúmar 86 þúsund krónur.