„Mér per­sónu­lega líður mjög illa með þetta. Mér finnst þessi ó­vissa svaka­lega vond,“ segir María Benónýs­dóttir, starfs­maður í sjoppunni Aðal­braut í Grinda­vík, um nýju jarð­skjálfta­hrinuna á Reykja­nes­skaga sem hvað mest bitnar á bænum hennar.

„Það fór allt á hvolf, lagerinn, öl­kælirinn og allt úr hillunum,“ segir María sem reyndar var ekki í Grinda­vík ein­mitt þegar stóri skjálftinn upp á 5,4 stig reið yfir síð­degis á sunnu­dag. En hún sá vegs­um­merkin og heyrði lýsingar þeirra sem upp­lifðu skjálftann.

„Þetta var náttúr­lega svaka­legur jarð­skjálfti,“ segir María sem er fædd og upp­alin í Grinda­vík og kveðst að­spurð alls ekki ætla að flytja í burt þótt henni líði ekki vel í bænum.

„En ég er líka í þeirri að­stöðu að ég get farið. Ég á lítinn sumar­bú­stað upp í Kjós og ég get farið og sofið og hvílt mig. Fyrir eld­gosið þá keyrði ég bara upp í Kjós og til Grinda­víkur þaðan í vinnuna,“ rifjar María upp.

Við Elínu Ingólfs­dóttur blasti vægast sagt ó­fögur sjón er hún opnaði úti­dyra­hurðina heima hjá sér eftir vel heppnað ferða­lag um verslunar­manna­helgina.

„Það voru allar skúffur opnar og rosa­lega mikið brotið. Myndir, kerta­stjakar, speglar, styttur, glös, lampar … það var allt út um allt,“ segir Elín. Hún hafi þó verið búin að búa sig undir það að þetta væri staðan.

Elín segist slegin yfir því að sjá að gamla gossvæðið hjá Geldinga­dal sé opið fyrir gesti og gangandi, en þau hjónin hafi keyrt þar fram hjá á leið sinni inn í bæinn.

„Það kom okkur hjónunum rosa­lega á ó­vart að svæðið sé opið. Það var þó nokkur fjöldi þegar við keyrðum fram hjá. Ef það færi að gjósa, þá veit maður ekkert hvaðan það kemur. Það voru engar björgunar­sveitir eða við­bragðs­aðilar sýni­legir á svæðinu. Og mögu­lega veit þetta fólk ekki neitt um hvað er að gerast,“ segir Elín

Við Elínu Ingólfs­dóttur blasti vægast sagt ó­fögur sjón er hún opnaði úti­dyra­hurðina heima hjá sér eftir vel heppnað ferða­lag um verslunar­manna­helgina.
Fréttablaðið/Eyþór

Fannar Jónas­son, bæjar­stjóri í Grinda­vík, segir í­búana þar nú bíða á­tekta og fylgjast með þróuninni.

„Heilt á litið var nú ekki mikið tjón á verð­­mætum hlutum eða fast­­eignum, þetta voru aðal­­­lega smærri hús­munir, styttur, myndir og eitt­hvað slíkt sem féll um koll og brotnaði. Að­eins hefur borið á ein­s­taka sprungum á húsum,“ segir Fannar.

Í kjöl­far skjálftans sprakk vatns­­æð í lögn frá Svarts­engi sem varð þess valdandi að kalt vatn fór af öllu bæjar­­fé­laginu. „Þetta er eitt af því sem er mjög ó­­þægi­­legt þegar vatn fer af byggðinni,“ segir Fannar en vatnið komst á aftur undir morgun í gær eftir við­gerð.

Fannar segir að enn sem komið er standi ekki til að loka gamla gossvæðinu. „Það er sólar­hrings­vakt á svæðinu í kringum okkur. Við treystum bara á vísinda­­menn að vakta þetta vel og ræki­­lega, og grípa svo til að­­gerða á grund­velli við­bragðs­á­ætlana eftir því sem þörf er talin á,“ segir bæjar­stjórinn.

Fannar Jónas­son, bæjar­stjóri í Grinda­vík, segir í­búana þar nú bíða á­tekta og fylgjast með þróuninni.
Fréttablaðið/Eyþór