Grímuskyldan verður afnumin í vögnum Strætó á morgun, 26. júní. Þetta staðfestir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó.

Grímuskyldan hélt áfram um borð í strætisvögnum eftir tilslakanir fyrr í þessum mánuði.

„Ég veit að það eru margir starfsmenn og viðskiptavinir Strætó sem munu gleðjast yfir þessari afléttingu. Faraldurinn lagðist þungt á starfsemi Strætó en nú sjáum við loks fyrir endann á erfiðu tímabili,“ segir Guðmundur Heiðar. „Við förum full bjartsýni inn í helgina.“