Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra, segir að grímu­skyldan er til skoðunar en hún telur nokkuð víst að hún verði af­numin í á­föngum.

Þetta kemur fram í við­tali við Svan­dísi á Vísir.is en hún telur nokkuð öruggt að 100 manns verði leyft að koma saman þegar nýjar sam­komu­tak­markanir taka gildi eftir helgi.

Enginn greindist með Co­vid-19 innan­lands síðast­liðinn sólar­hring og er það í fyrsta sinn síðan 14. apríl síðast­liðinn. Í gær greindust tvö innan­lands­smit greindust og voru bæði í sótt­kví við greiningu líkt og dagana þar á undan.

100 til 1000 þegar 50 prósent hafa fengið einn skammt

Stefnt er að því að bólu­setja 24 þúsund ein­stak­linga í vikunni með öllum fjórum tegundum bólu­efna sem í boði eru hér á landi. Sam­tals fá um 12 þúsund bólu­efni Pfizer, sem skiptist jafnt í fyrri og seinni bólu­setningu. Alls hafa 51,7 prósent full­orðinna fengið að minnsta einn skammt af bólu­efni og þá teljast 23 prósent full­bólu­sett.

Sam­kvæmt af­léttingar­á­ætlun ríkis­stjórnarinnar sem var kynnt í Hörpu í síðustu viku eiga sam­komu­tak­markanir að miðast við 100 til 1000 manns þegar 50 prósent full­orðinna hafa fengið einn skammt.

Í sam­tali við Vísir segir Svan­dís að það sé sótt­varna­læknis að gera til­lögu innan þessa bils og svo verður það skoðað í heildar­sam­henginu.

Sótt­varna­læknir hefur enn sem komið er ekki skilað til­lögum til ráð­herra en nú­verandi reglu­gerð rennur út á mið­viku­daginn í næstu viku.