Nokk­ur um­ræð­a í sam­fé­lag­in­u er um gild­i grím­u­skyld­unn­ar nú þeg­ar vel geng­ur í bar­átt­unn­i við COVID-19. Ekki hafa greinst smit inn­an­lands sex daga í röð. Þór­ólf­ur Guðn­a­son sótt­varn­a­lækn­ir seg­ir marg­a „tjá sig mjög skýrt og skor­in­ort um það, með og á móti.“

Um­ræð­an komi og fari en hann upp­lif­ir ekki sterk­ar­i þrýst­ing úr hópi þeirr­a sem telj­a að létt­a þurf­i á grím­u­skyld­unn­i eða þeirr­a sem vilj­a hald­a henn­i ó­breyttr­i. „Það eru ein­staklingar sem eru mjög mik­ið á móti grím­u­skyld­unn­i og vilj­a af­nem­a hana. Svo eru aðr­ir sem eru að heimt­a að hafa grím­un­a á­fram.“

Sótt­varn­a­tak­mark­an­ir hafi ver­ið í gild­i leng­i og seg­ir Þór­ólf­ur sótt­varn­a­regl­ur í stöð­ugr­i end­ur­skoð­un en nú­ver­and­i regl­u­gerð gild­ir til 17. mars. Far­ald­ur­inn sé í upp­sveifl­u á hin­um Norð­ur­lönd­un­um en Ís­land sé í góðr­i stöð­u til að varð­veit­a á­stand­ið hér.

Enn sé ver­ið að grein­a nokk­uð af smit­um á land­a­mær­un­um, þar á með­al meir­a smit­and­i af­brigð­i eins og það bresk­a. Eitt til­fell­i suð­ur­afr­ísk­a af­brigð­is­ins hef­ur greinst þar en ekk­ert af því bras­il­ísk­a.

Jarð­hrær­ing­ar á Reykj­a­nes­i geri það að verk­um að „meir­i los­ar­a­brag­ur“ sé á hlut­un­um að sögn Þór­ólfs, hvað þá ef eld­gos hefst.

Ótímabært að endurskoða grímuskylduna

Þá þurf­i að ráð­ast í að­gerð­ir, til að mynd­a rým­ing­ar eða fólks­flutn­ing­a, sem geri enn mik­il­væg­ar­a að hlut­irn­ir séu í lagi eins og hann orð­ar það. „Ég held það sé ekki alveg tím­a­bært núna, á þess­ar­i stund­u, að end­ur­skoð­a þett­a áður en regl­u­gerð­in renn­ur út hvern­ig fram­hald­ið verð­ur,“ seg­ir Þór­ólf­ur.

Frá því var greint er byrj­að var að ból­u­setj­a með ból­u­efn­i AstraZ­en­e­ca að eitt­hvað væri um að fólk neit­að­i að fá ból­u­setn­ing­u. Þór­ólf­ur seg­ir ekki hafa bor­ist til eyrn­a ný­leg­a að mörg dæmi væru um slíkt.

Að­spurð­ur um horf­urn­ar fyr­ir sum­ar­ið seg­ir sótt­varn­a­lækn­ir erf­itt að meta þær á þess­ar­i stund­u enda sé enn langt í það. Hann sjái hins veg­ar fyr­ir sér að ef fram fer sem horf­ir, ból­u­setn­ing­ar gang­i vel og far­aldr­in­um sé hald­ið niðr­i á­fram, verð­i hægt að hafa hlut­in­a sem eðl­i­leg­ast­a inn­an­lands.

„Ef við erum til dæm­is að hugs­a um ferð­a­mennsk­u, mað­ur veit ekk­ert hvern­ig ferð­a­vilj­inn verð­ur er­lend­is. Þett­a eru svo marg­ar breyt­ur að það er erf­itt að sjá það. Mað­ur sér fyr­ir sér að það sé hægt að losa töl­u­vert um, það er það sem mað­ur von­ast til,“ seg­ir Þór­ólf­ur að lok­um.