Kennurum, nem­endum og öðru starfs­fólki í fram­halds- og há­skólum á höfuðborgarsvæðinu ber nú skylda til að nota grímur í öllu skóla­starfi.

Þetta kemur fram í leið­beiningum frá Mennta- og menningar­mála­ráðu­neytinu en ráðu­neytið hefur gefið út upp­færðar leið­beiningar til fram­halds-og há­skóla, í ljósi nýrra til­mæla sótt­varnar­læknis um grímu­notkun í stað­námi í fram­halds- og há­skólum á höfuð­borgar­svæðinu.

Í leið­beiningunum kemur fram að skylt sé fyrir nem­endur, kennara og annað starfs­fólk fram­halds- og há­skóla að nota grímur í skóla­byggingum og í öllu skóla­starfi.

Ráðu­neytið hefur í sam­starfi við heil­brigðis­ráðu­neytið tryggt fram­halds­skólum að­gang að 20 til 25 þúsund grímum sem Land­spítalinn annast út­sendingu á í dag. Með þessu er verið að tryggja að stað­nám sé að sem mestu leyti ó­breytt.

Í tilkynningu frá Menntamálaráðuneytinu kemur fram að mat um grímu­notkun í skólum utan höfuð­borgar­svæðisins verður háð að­stæðum í hverju til­felli fyrir sig, út frá að­stöðu hvers skóla og út­breiðslu smits í nær­sam­fé­laginu.