Grímu­skylda verður á­fram við lýði innan Land­spítala þrátt fyrir að öllum sam­komu­tak­mörkunum verði af­létt innan­lands frá og með morgun­deginum.

Nokkrar breytingar verða gerðar varðandi reglur um gesti og heim­sóknir á spítalanum sem taka gildi 1. júlí næst­komandi.

Nýjar reglur sem taka gildi á Landspítala 1. júlí eru eftirfarandi:

  1. Gestir eru beðnir að gera grein fyrir sér við inn­ganga hjá öryggis­vörðum.
  2. Fólk sem hefur ein­hver ein­kenni smitandi sjúk­dóma er beðið að fresta heim­sóknum þar til ein­kennin eru gengin yfir.
  3. Gestir eru vel­komnir til sjúk­linga á Land­spítala á aug­lýstum heim­sóknar­tímum.
  4. Gert er ráð fyrir tveimur gestum að há­marki hjá hverjum sjúk­lingi.
  5. Grímu­skylda gildir á­fram á Land­spítala.