Frá og með morgun­­deginum 1. septem­ber verður grímu­­skylda ekki lengur í gildi í verslunum Krónunnar en grímu­­skyldan var sett á í lok júlí.

Þetta kemur fram í til­­­kynningu frá Krónunni. Þar segir að við­­skipta­vinir og starfs­­fólk séu sem fyrr beðin um að huga að fjar­lægðar­tak­­mörkum en þær eru nú einn metri. Þau eru auk þess hvött til að nýta sér sótt­hreinsi­­spritt í verslununum.

„Grímu­­skyldu var komið á í sumar þegar meiri ó­­vissa ríkti í sam­­fé­laginu varðandi út­breiðslu CO­VID. Nú teljum við að við­­skipta­vinir og starfs­­fólk okkar sé orðið þaul­­vant að meta sjálft hve­­nær þörf sé á grímu og hve­­nær ekki – og að 1m fjar­lægðar­tak­­mörk sé auð­velt að virða í okkar verslunar­­rýmum. Á­­fram verður lögð mikil á­hersla á annars konar sótt­varnir í okkar verslunum svo sem aukin þrif og notkun sótt­hreinsi­­spritts á milli af­­greiðslna. Við hvetjum að sjálf­­sögðu enn til grímu­­notkunar en leggjum það í hendur við­­skipta­vina og starfs­­fólks að meta hvort grímur séu nýttar í verslunum okkar eða ekki,“ segir Ásta Sig­ríður Fjeld­­sted, fram­­kvæmda­­stjóri Krónunnar. Hún segir enn fremur að starfs­­fólk muni á­fram sjá til þess á­­fram hugað sé að sótt­vörnum í verslunum Krónunnar.

Ásta Sig­ríður Fjeld­sted, fram­kvæmda­stjóra Krónunnar.
Mynd/Aðsend