Nefnd um eftir­lit með störfum lög­reglu gagn­rýnir lög­regluna á höfuð­borgar­svæðinu fyrir að bjóða móður Birnu Brjáns­dóttur, Sigur­laugu Hreins­dóttur, fram á blaða­manna­fundi lög­reglunnar á meðan leit að dóttir hennar fór fram árið 2017. Þetta kemur fram í við­tali við Sigur­laugu í Stundinni í dag.

Fram kemur í viðtalinu að nefndin skilaði niður­stöðu sinni í maí á þessu ári og er hennar helsta niður­staða að það þurfi að endur­skoða verk­lags­reglur um leit að týndu fólki frá 2004 og sér­stak­lega þann hluta þeirra sem snýr að sam­skiptum lög­reglu við að­stand­endur og við sam­skipti lög­reglu við fjöl­miðla.

Nefndin beinir meðal annars til­mælum sínum til ríkis­lög­reglu­stjóra, Sig­ríðar Bjarkar Guð­jóns­dóttur, sem var sjálf lög­reglu­stjóri á höfuð­borgar­svæðinu þegar leitin fór fram. Fram kemur í við­talinu að í gær, hálfu ári eftir að nefndin sendi til­mæli sín til hennar, hafi hún ekki enn skoðað þau.

Segir lögreglu hafa brugðist

Í við­talinu fer Sigur­laug yfir það af hverju hún kvartaði til nefndarinnar en henni fannst margt ó­eðli­legt í sam­skiptum við lög­regluna á meðan leitin fór fram að dóttur hennar og segir lög­regluna hafa brugðist vegna þess hve seint þau hófu leit.

Í um­fjöllun nefndarinnar koma fram ýmis til­mæli og að­finnslur við störf lög­reglunnar sem fjallað er um á vef Stundarinnar. Þar segir að þótt svo að lög­regla hafi farið eftir gildandi verk­lags­reglum séu þær gamlar og taki ekki til­lit til tækni­fram­fara auk þess sem ekki sé í þeim að finna leið­beiningar um sam­skipti við að­stand­endur þeirra sem eru týndir.

Grímur Gríms­son stýrði rann­sókninni og í svari til nefndarinnar biður hann Sigur­laugu af­sökunar á fram­göngu hans í fjöl­miðlum og að hafa ekki sýnt henni nægi­lega nær­gætni. Það varð til þess að nefndin taldi ekki á­stæðu til að gera meira vegna kvörtunar Sigur­laugar í þeim þætti málsins.

Ítar­legt við­tal við Sigur­laugu er að finna í nýjasta tölu­blaði Stundarinnar en þar kemur, meðal annars fram að Sigur­laug undir­býr út­gáfu bókar um sína reynslu og sögu en hún er veru­lega ó­sátt við sam­skipti lög­reglu og fjöl­miðla á meðan rann­sókn á málinu fór fram.

Umfjöllun Stundarinnar er hér.