„Við erum að horfa upp á gjána verða æ dýpri og greiðari á milli ríkra og fá­tækra. Í boði ríkis­stjórnar Katrínar Jakobs­dóttur og Vinstri grænna hefur fá­tæktin vaxið al­ger­lega í takt við á­fallið sem við erum að verða fyrir af völdum þessarar veiru,“ sagði Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins í um­ræðum um stefnu­ræðu for­sætis­ráð­herra í kvöld. „Kreppan er grimm og það er fá­tæktin líka.“

„Og hvað sjáum við kæru lands­menn? Við sjáum lengri raðir fyrir framan hjálpar­stofnanir þar sem svangir eru að biðja um mat. Og þá kallar for­maður Fram­sóknar­flokksins: ‚Vinna, vinna, vinna, at­vinna, at­vinna, at­vinna,“ hélt hún á­fram og vitnaði þar í ræðu Sigurðar Inga frá því fyrr um kvöldið.

Hún sagði þá að þegar ríkis­stjórnin hafi talað um að gera meira en minna til að sporna gegn efna­hags­legum á­hrifum veirunnar hafi hún búist við því að ríkis­stjórnin ætti þar við þjóðina alla í heild sinni. „En ekki að kljúfa hana í tvennt þannig að hags­muna­gæslan væri bara fyrir þá sem eiga en ekki fyrir þá sem þurfa líka á hjálp að halda.“

SA fær 25 milljarða en hjálparsamtök 25 milljónir

„Ég hef sjaldan séð eins grímu­lausa hags­muna­gæslu hjá nokkurri ríkis­stjórn eins og þeirri sem starfar nú í boði Vinstri grænna,“ sagði Inga þá. „Við erum ný­búin að horfa upp á það að um há­bjartan dag tókst það á bara núll komma einni að slengja fram 25 milljarða króna lof­orði þegar Sam­tök at­vinnu­lífsins fóru í fýlu og kreistu ríkis­stjórnina. Ég veit ekki hvernig þeir fóru að því - kannski þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því.“

„En það tók blóð, svita og tár að draga fram 25 milljónir króna sem var skipt á níu hjálpar­stofnanir til að gefa fá­tæku fólki að borða,“ sagði hún þá. „Mér er virki­lega mis­boðið. Hér kemur hver silki­húfan, með fullri virðingu, fram á fætur annarri og talar um komandi kosningar og hér er haldin hver kosningaræðan á fætur annarri. En ég óttast það að það sem komi upp úr kjör­kössunum næsta septem­ber að ári liðnu komi til með að gefa lands­mönnum ná­kvæm­lega það sama.“

Að lokum benti Inga á orð Katrínar Jakobs­dóttur í stefnu­ræðu hennar þegar síðasta þing var sett: „Hvað sagði hún við ykkur, kæra þjóð? Að það að láta fá­tækt fólk bíða eftir rétt­læti þýði það sama og að neita því um rétt­læti. Og hvað er það sem við horfum upp á í dag? Við horfum upp á ná­kvæm­lega það að þegar þessi á­gæti þing­maður situr nú með stýri for­sætis­ráð­herra í þessari ríkis­stjórn þá láta fá­tækt fólk bíða eftir rétt­læti.“