Gríms­eyj­ar­kirkja brann til grunna í nótt. Mikill eldur kom upp í kirkjunni laust fyrir miðnætti, og var engum verðmætum hægt að bjarga úr kirkjunni.

Mbl.is greindi fyrst frá því að mik­ill eld­ur logaði í Gríms­eyj­ar­kirkju rétt fyrir miðnætti og unnu þá slökkviliðsmenn að því að ráða niður­lög­um elds­ins en eng­um varð meint af.

„Síðan tek­ur rann­sókn við og þá verða upp­tök elds­ins rann­sökuð,“ seg­ir Kol­brún Björg Jóns­dótt­ir, aðal­varðstjóri lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra.

Hún segir slökkviliðsmenn aldrei hafa átt möguleika á að bjarga kirkjunni.

„Þetta er auðvitað timb­ur­hús og það er vökt­un á hús­inu. Þeir áttu aldrei mögu­leika á að bjarga þessu. Það versta er afstaðið og svo kem­ur að rann­sókn þar sem mál­in verða rann­sökuð frek­ar.“

Ekki er vitað um upp­tök elds­ins og lög­reglu er ekki kunn­ugt um að neinn hafi verið stadd­ur í kirkj­unni þegar út­kall barst að henn­ar sögn.

Með tárin í augunum

Gríms­eyj­ar­kirkja var byggð úr rekaviði árið 1867 en stækkuð og end­ur­bætt árið 1932. Þá var hún færð vegna eldhættu og byggt við hana. Miklar endurbætur voru gerðar á kirkjunni árið 1956 og þá var hún endurvígð. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990.

Vísir.is ræddi við Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúa í Grímsey, en hún fylgdist með hinni sögufrægu Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í gær. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana.

„Ég er náttúrulega ekki uppalin hérna og er þetta samt nógu mikið áfall fyrir mig. Ég get ekki ímyndað mér hve erfitt þetta er fyrir fólkið sem hefur skírt hérna og fermt. Fólkið var með tárin í augunum þarna niður frá,“ segir Karen.

Karen segist hafa fengið SMS-skilaboð frá Neyðarlínunni klukkan 22:53 í kvöld. Bjarmi væri á eyjunni sunnanverðri og grunaði Karen að kviknað gæti verið í félagsheimilinu Múla sem hún sinnir.

Hún brunaði út á peysunni og inniskónum og komst að raun um að ekki væri kviknað í Múla heldur í kirkjunni.