Átta hús skullu í sjóinn í gríðarstórri aurskriðu í Alta í Noregi í dag. Náðist skriðan á myndband sem sjá má hér að neðan.

Samkvæmt norska ríkisútvarpinu NRKvar einum bjargað af svæðinu. Björgunaraðilar fengu neyðarkall á fjórða tímanum, lauk aðgerðum á sjöunda tímanum. „Við erum nú að meta stöðuna, við erum í sambandi við alla eigendur húsanna til að tryggja að enginn sé á svæðinu,“ hafði NRK eftir Anders Bjørke Olsen lögreglustjóra.

Talsvert er af sumarhúsum á svæðinu, einum var bjargað úr íbúðarhúsi, stendur það hús enn. Er búist við að fleiri aurskriður verði á næstu dögum.

Óvíst er um ástæður aurskriðunnar, gerast þær reglulega á þessum slóðum, má það líklega rekja til mikils magns af leir í jarðveginum.

Myndband af aurskriðunni má sjá hér að neðan: