„Stað­reyndin er að svig­rúm al­mennings til að minnka losun er hvað mest í sam­göngum,“ segir í frétta­til­kynningu Um­hverfis­stofnunar. Stofnunin heldur utan um losunar­bók­hald Ís­lands sem skilað er ár­lega til ESB og UN­FCCC og byggjast skuld­bindingar landsins í lofts­lags­málum á þeim gögnum.

Þá furðar Um­hverfis­stofnun sig á því að hlut­fall losunar sem fellur á beina á­byrgð ís­lenskra stjórn­valda hafi aukist á milli ára. Tölur sýni að árið 2005 voru vega­sam­göngur 26 prósent af losun en árið 2017 hafi hlut­fallið verið komið upp í 34 prósent. Heildar­losun að undan­skildum vega­sam­göngum á tíma­bilinu hafi hins vegar dregist saman um 15 prósent.

„Á manna­máli þýðir þetta að á meðan heildar­losun í flestum öðrum flokkum hefur dregist saman, hefur losun frá vega­sam­göngum aukist gríðar­lega.“

Um­hverfis­vænni lausnir

Um­hverfis­stofnun fagnar á­taki stjórn­valda í að stór­auka fjölda hleðslu­stöðva. Miklu skiptir til varnar hnatt­rænni hlýnun að hraða orku­skiptum frá jarð­efna­elds­neyti til um­hverfis­vænni sam­gangna, svo sem með því að nota metan, vetni og raf­magn á bíla. Jafn­framt því sé nauð­syn­legt að fjölga hleðslu­stöðum sem selja raf­magn á bíla. „Öflugir orku­inn­viðir og gott að­gengi að þeim skipta höfuð­máli til að sam­göngur Ís­lendingar geti orðið um­hverfis­vænni.“

Umhverfisstofnun segir losun vegna vegasamgangna hafa aukist milli ára á Íslandi.