132 prósenta munur er á hæstu og lægstu gjöldunum fyrir skólavistun, hádegismat og síðdegishressingu grunnskólabarna.

Þetta kemur fram í nýlegri samantekt Verðlagseftirlits ASÍ.

Heildargjöld fyrir þjónustu árið 2022 eru hæst hjá Seltjarnarnesbæ, eða tæplega 46 þúsund krónur á hvert grunnskólabarn. Þá eru þau lægst hjá Fjarðabyggð, eða tæplega 20 þúsund krónur á hvert barn.