„Ég er gríðar­lega ó­sátt við þetta. Ekkert útaf þessu for­mennsku­sæti heldur þeirrar stað­reyndar að þarna eru stjórnar­flokkarnir að nýta sér þessar for­dæma­lausu að­stæður sem hafa komið upp,“ segir Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar, um for­manns­skiptin í um­hverfis- og sam­göngu­nefnd í morgun. 

„Það er að myndast þessi nýi meiri­hluti, sem eru ríkis­stjórnar­flokkarnir, Mið­flokkur og þing­maður sem situr utan flokka.“

Upp­lausn hefur ríkt í nefndinni eftir Klausturs­málið marg­rædda þar sem Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokksins, gegndi for­mennsku. Nefndin kom saman í morgun til þess að kjósa um nýjan for­mann, og var sam­þykkt að Jón Gunnars­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, tæki við for­menns­kunni. Sjálf­stæðis­flokkurinn gegnir því for­mennsku í fjórum fasta­nefndum af átta. 

Minni­hlutinn; Við­reisn, Píratar og Sam­fylking, lagði til að Hanna Katrín tæki við for­mennsku í nefndinni. Til­lagan var felld af meiri­hlutanum, sem og til­laga um að Hanna Katrín tæki við sem fyrsti eða annar vara­for­maður. Til­laga Berg­þórs Óla­sonar, frá­farandi formanns, um að Jón Gunnars­son og Ari Trausti Guð­munds­son yrðu for­maður og vara­for­maður var sam­þykkt af meiri­hlutanum. 

Sjá einnig: „Stjórnarflokkarnir eru að tóku sér stöðu með Miðflokknum“

„Stjórnar­flokkarnir eru ein­fald­lega að ganga bak orða sinna um for­mennsku­skiptin og Sjálf­stæðis­flokkurinn hrifsar nú til sín for­mennsku í fjórðu nefndinn. Það er með miklum ó­líkindum, án þess að ég ætli að skipta mér af því hvernig hinum stjórnar­flokkunum tveimur líður í þessu sam­starfi, að þeir hafi að­eins sitt hvora for­mennskuna á móti þessum fjórum,“ segir Hanna Katrín í sam­tali við Frétta­blaðið. 

For­mennsku­skiptin í um­hverfis- og sam­göngu­nefnd eru tíma­bundin, sam­kvæmt til­kynningu sem send var fjöl­miðlum í morgun. „Þetta verður á­huga­vert vegna þess að í til­lögu sem Mið­flokkurinn bar upp og meiri­hlutinn sam­þykkti var hvergi talað um að þetta yrði tíma­bundið. En í á­lyktun sem frá­farandi for­maður las eftir kjörið kom fram að þetta yrði endur­skoðað í maí,“ segir hún.