Stjórnmál

„Gríðar­lega ó­sátt við þetta“

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er ósátt við formannsskiptin í umhverfis- og samgöngunefnd. Minnihlutinn lagði til að hún tæki við sem formaður en meirihlutinn hafnaði þeirri tillögu, og samþykkti tillögu Miðflokksins.

„Það er bara að myndast þessi nýi meirihluti, sem eru ríkisstjórnarflokkarnir, Miðflokkur og þingmaður sem situr utan flokka.“ Fréttablaðið/ERNIR

Ég er gríðar­lega ó­sátt við þetta. Ekkert útaf þessu for­mennsku­sæti heldur þeirrar stað­reyndar að þarna eru stjórnar­flokkarnir að nýta sér þessar for­dæma­lausu að­stæður sem hafa komið upp,“ segir Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar, um for­manns­skiptin í um­hverfis- og sam­göngu­nefnd í morgun. 

„Það er að myndast þessi nýi meiri­hluti, sem eru ríkis­stjórnar­flokkarnir, Mið­flokkur og þing­maður sem situr utan flokka.“

Upp­lausn hefur ríkt í nefndinni eftir Klausturs­málið marg­rædda þar sem Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokksins, gegndi for­mennsku. Nefndin kom saman í morgun til þess að kjósa um nýjan for­mann, og var sam­þykkt að Jón Gunnars­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, tæki við for­menns­kunni. Sjálf­stæðis­flokkurinn gegnir því for­mennsku í fjórum fasta­nefndum af átta. 

Minnihlutinn; Björn Leví Gunnarsson, Helga Vala Helgadóttir og Hanna Katrín Friðriksson, lagði til að sú síðastnefnda yrði skipuð formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Tillagan náði ekki fram að ganga. Fréttablaðið/Anton Brink

Minni­hlutinn; Við­reisn, Píratar og Sam­fylking, lagði til að Hanna Katrín tæki við for­mennsku í nefndinni. Til­lagan var felld af meiri­hlutanum, sem og til­laga um að Hanna Katrín tæki við sem fyrsti eða annar vara­for­maður. Til­laga Berg­þórs Óla­sonar, frá­farandi formanns, um að Jón Gunnars­son og Ari Trausti Guð­munds­son yrðu for­maður og vara­for­maður var sam­þykkt af meiri­hlutanum. 

Sjá einnig: „Stjórnarflokkarnir eru að tóku sér stöðu með Miðflokknum“

„Stjórnar­flokkarnir eru ein­fald­lega að ganga bak orða sinna um for­mennsku­skiptin og Sjálf­stæðis­flokkurinn hrifsar nú til sín for­mennsku í fjórðu nefndinn. Það er með miklum ó­líkindum, án þess að ég ætli að skipta mér af því hvernig hinum stjórnar­flokkunum tveimur líður í þessu sam­starfi, að þeir hafi að­eins sitt hvora for­mennskuna á móti þessum fjórum,“ segir Hanna Katrín í sam­tali við Frétta­blaðið. 

For­mennsku­skiptin í um­hverfis- og sam­göngu­nefnd eru tíma­bundin, sam­kvæmt til­kynningu sem send var fjöl­miðlum í morgun. „Þetta verður á­huga­vert vegna þess að í til­lögu sem Mið­flokkurinn bar upp og meiri­hlutinn sam­þykkti var hvergi talað um að þetta yrði tíma­bundið. En í á­lyktun sem frá­farandi for­maður las eftir kjörið kom fram að þetta yrði endur­skoðað í maí,“ segir hún.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

​„Stjórnar­flokkarnir tóku sér stöðu með Mið­flokknum“

Innlent

Bergþór víkur sem formaður nefndarinnar

Bergþór Ólason

Innlent

Funda um ó­sætti vegna for­manns­setu Berg­þórs

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Auglýsing