Flestir hafa heyrt Gretu getið en hún hóf á síðast ári svokallað skólaverkfall fyrir umhverfið, þar sem hún hefur neitað að mæta í skólann og setið í staðin á þrepum þinghússins í Stokkhólmi og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart loftslagsbreytingum. 

Verkföll Gretu fyrir umhverfið hafa vakið athygli um heim allan og hafa önnur ungmenni gripið til sama ráðs, meðal annars hér á landi þar sem mótmælt hefur verið fyrir framan Alþingi síðustu þrjá föstudaga. 

Sjálf segir hún að til þess að knýja fram breytingar, þurfum við að breyta reglunum og kveðst ekki skilja hvers vegna hún ætti að eyða tíma sínum í menntun, ef framtíðinni verði fórnað. 

Sænska ríkissjónvarið, SVT, greinir frá tilnefningu Gretu en var það þingmaður vinstri sósíalista, Freddy André Øvstegård ásamt fleiri kollegum sínum sem tilnefndu Gretu.

301 eru tilnefndir til verðlaunanna í ár, þar af eru 223 einstaklingar og 78 samtök. Á síðasta ári fengu Nadia Murad og Denis Mukweke friðarverðlaunin fyrir baráttu sína gegn kynferðisofbeldi í stríði.