Um­hverfis­bar­áttu­sinnin Greta Thun­berg hefur sótt um að fá nafnið sitt skráð sem vöru­merki. Skráningin myndi gera henni mögu­legt að bregðast við því þegar fyrir­tæki eða ein­staklingar reyna að nota nafn hennar í eigin þágu. Auk nafnsins sótti hún um að fá „Skolstrejk for klima­tet,“ (Skóla­verk­fall fyrir um­hverfið) skráð.

„Ég lofa ykkur því að hvorki ég né aðrir sem fara í verk­föll fyrir um­hverfið höfum á­huga á vöru­merkjum en því miður er þetta nauð­syn­legt,“ sagði Thun­berg á sam­fé­lags­miðlum þegar hún til­kynnti á­kvörðun sína.

Hún segir nafn sitt og #Fri­da­ys­For­Fu­ture hreyfingarinnar sem hún stofnaði, vera í­trekað mis­notað í markaðs­legum til­gangi án þess að hún hafi gefið leyfi til þess. Meðal annars hafi fólk safnað fé með því að þykjast vera á hennar vegum og hún vilji að því linni.