Það var bar­áttu­hugur í Gretu Thun­berg þegar hún gekk á land í Ameríku í gær á Man­hattan eyju í New York. Hún hvatti fólk til að sam­einast í bar­áttunni gegn hnatt­rænni hlýnun áður en það verður of seint en ræðu hennar má sjá í mynd­bandi neðst í fréttinni.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá eyddi Thun­berg tveimur vikum í sólar­orku­knúinni skútu til að koma sér yfir At­lants­hafið þar sem loft­lags­ráð­stefna í New York er á næsta leyti. Hún var ekki á þeim buxunum að ferðast með flug­vél vegna kol­efnislosunar.

„Við þurfum að standa saman og grípa til að­gerða því annars gæti það orðið of seint. Bíðum ekki lengur. Gerum þetta núna,“ sagði Thun­berg meðal annars við mann­skarann og var fagnað vel.

„Það er klikkað að 16 ára ein­stak­lingur þurfi að ferðast yfir At­lants­hafið til að taka af­stöðu gegn hnatt­rænni hlýnun og þeirri krísu sem vist­kerfið okkar stendur fyrir, sem er sú stærsta sem mann­kynið hefur staðið frammi fyrir,“ sagði hún.

Þegar hún var spurð hvort hún hefði ein­hver skila­boð til Banda­ríkja­for­seta, sem lengi hefur þver­tekið fyrir hnatt­ræna hlýnun stóð ekki á svörum. „Ég segi, hlustið á vísindin. Og hann gerir það aug­ljós­lega ekki. Ef enginn getur sann­fært hann um hnatt­ræna hlýnun og neyðina, af hverju ætti ég að geta það?“