Er­lendir ferða­menn sem BBC ræddi við á goss­stöðvum í gær voru himin­lifandi með að hafa séð al­vöru eld­fjall með eigin augum. Þeir lýsa því sem augu bar í mynd­bandi neðst í fréttinni.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá hafa er­lendir miðlar sýnt gosinu í Mera­dölum mikla at­hygli. Þá vekur það sér­staka at­hygli hve ná­lægt Reykja­vík gosið er.

„Ég hef beðið í ára­raðir eftir því að sjá hraun, það hefur verið lífs­mark­mið og við á­kváðum að fara nær, við vissum að það væri á­hætta,“ segir par sem ræðir við BBC og virðist vera frá Banda­ríkjunum af hreimnum að dæma.

„Við vorum að labba niður og ég þurfti bara að stoppa. Stoppa, setjast niður og gráta. Þetta var til­finninga­þrungin stund.“