Veðurstofan fylgist náið með þróun gossins við Fagradalsfjall og notar til þess ýmis tæki og tól. Í frétt sem birt var í kvöld á samfélagsmiðlum er mynd sem var unnin úr Sentinel 2 gervitunglamynd sem tekin var kl. 13:03 í gær. Á myndinni má greina vel fastan takt gossins með því að rekja gosbólstrana sem fylgja „gosunum“ til suðurs.

Myndin er svokölluð nær-innrauð mynd sem sýnir endurkast rétt utan við hið sýnilega ljós rafsegulrófsins.

Í fréttinni segir að slíkar myndir séu meðal annars notaðar til að greina gróin svæði frá gróðursnauðum þar sem magn blaðgrænu í plöntum hefur áhrif á endurkastið, en að hægt sé að nýta þær í margt annað, eins og þetta.  

Hér er áhugaverð mynd unnin úr Sentinel 2 gervitunglamynd sem tekin var kl. 13:03 í gær. Myndin er svokölluð nær-innrauð...

Posted by Veðurstofa Íslands on Thursday, 6 May 2021