Lög­reglan á Suður­landi hafði í mörg horn að líta í blíð­viðrinu í gær og voru þó nokkrir öku­menn stöðvaðir vegna hrað­akstur.

Í skeyti sem lög­reglan birti á Face­book-síðu sinni í nótt kemur fram að alls hafi tólf öku­menn verið stöðvaðir vegna hrað­aksturs á svæðinu milli Kirkju­bæjar­klausturs og Skafta­fells. Sá sem ók hraðast mældist á 143 kíló­metra hraða.

Að sögn lög­reglu greiddu allir öku­mennirnir sektina á staðnum og nam saman­lögð sektar­greiðsla þessara öku­manna rétt um 900 þúsund krónum.