Ekki verða greidd atkvæði um útgöngusamning Boris Johnson forsætisráðherra á breska þinginu í dag.

John Bercow, þing­for­seti neðri deildar breska þingsins, hafnaði tillögunni um atkvæðagreiðslu. Bercow sagði að slík atkvæðagreiðsla yrði óreiða og stagl.

Þingmenn á breska þinginu samþykktu á laugardaginn breytingartillögu sem kveður á um að Boris Johnson verði að sækja um frest vegna Brexit.

Evrópu­sam­bandið hyggst bíða þar til samningurinn kemur til með­ferðar breska þingsins áður en tekin er á­kvörðun um hvort Bretum verði leyft að fresta út­göngu sinni úr sam­bandinu frekar.