Bæjar­ráð Garða­bæjar hefur sam­þykkt greiðslur til for­ráða­manna barna 12 mánaða og eldri sem eru á bið­lista eftir leik­skóla­vist í Garða­bæ. Greiðslurnar miðast við al­menna niður­greiðslu hjá dag­for­eldrum fyrir átta stunda vistun og hljóða upp á 90.269 krónur. Þetta kemur fram í til­kynningu á heima­síðu Garða­bæjar.

„Um er að ræða reglur sem gefur for­eldrum barna með lög­heimili í Garða­bæ kost á því að sækja um þátt­töku Garða­bæjar í kostnaði vegna vistunar barns,“ segir í til­kynningunni.

Um leið og barninu býðst vistun á leik­skóla í bænum falla greiðslurnar niður. Reglurnar eru sam­þykktar í því skyni að brúa bilið á milli fæðingar­or­lofs og vistun barna í leik­skóla.

„Við stöndum mjög vel að vígi í Garða­bæ þegar kemur að aldri barna við inn­töku í leik­skóla og höfum það mark­mið að börn komist í leik­skóla við 12 mánaða aldur. Við lítum á reglurnar sem tíma­bundið úr­ræði gagn­vart börnum sem ekki hafa fengið vistun árs­gömul,“ segir Almar Guð­munds­son bæjar­stjóri Garða­bæjar í til­kynningunni.

Gert er ráð fyrir því að 170 ný leik­skóla­pláss bætist við í Garða­bæ á næstu mánuðum.