Mar­jori­e Taylor Greene, þing­maður Repúblikana, mun ekki lengur sitja í nefndum þingsins en meiri­hluti þing­manna innan full­trúa­deildarinnar á­kváðu í gær að víkja henni úr mennta- og at­vinnu­mála­nefnd og fjár­hags­nefnd full­trúa­deildarinnar vegna um­mæla sem hún lét falla áður en hún var kjörinn þing­maður.

Fulltrúadeildarþingmaðurinn Jimmy Gomez birti fyrr í dag grein á vef NBC News þar sem hann sagði brottrekstur Greene úr nefndunum vera „gott fyrsta skref“ en það sé ekki nóg. Deildin ætti að ganga lengra og svipta hana þingmannasæti sínu sem fyrst en tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja kröfuna til að hún gangi eftir.

Að sögn Gomez er verulega ólíklegt að það gangi eftir en nauðsynlegt væru að sjá hvar Repúblikanar standa þegar kemur að Greene. „Þingmenn þurfa að skjalfesta það hvort þeim þyki hegðun hennar vera ásættanleg, sem er það sem atkvæðagreiðsla myndi gera,“ segir Gomez en hann segir hegðun Greene valda ótta meðal þingmanna.

Svara mögulega í sömu mynt

Ó­al­gengt er að flokkarnir skipti sér af nefndar­setum annarra flokka en Kevin Mc­Cart­hy, leið­togi Repúblikana innan deildarinnar, sagði að um for­dæma­g­efandi á­kvörðun væri að ræða og þau myndu mögu­lega svara í sömu mynt. Demó­kratar hafa þó staðið við það að Greene ætti ekki að sitja í nefndunum vegna um­mælanna.

Meðal um­mæla sem Greene lét falla voru að það væri rétt­lætan­legt að af­lífa hátt setta Demó­krata, þar á meðal for­seta full­trúa­deildarinnar, Nan­cy Pelosi. Þá hefur hún tekið undir ýmsar sam­særis­kenningar, til að mynda að skot­á­rásir í skólum og hryðju­verka­á­rásirnar 11. septem­ber 2001 hafi verið svið­settar.

Truflandi ummæli

Demó­kratar innan deildarinnar höfðu fyrr í vikunni gefið Repúbli­könum úr­slita­kosti vegna Greene og sögðu að ef þeir myndu ekki víkja henni úr nefndunum myndu þau kalla eftir at­kvæða­greiðslu innan deildarinnar um málið. Eftir langar við­ræður á mið­viku­dag á­kváðu leið­togar Repúblikanar ekki að fallast á kröfu Demó­krata.

At­kvæða­greiðsla um málið fór því fram í gær þar sem ellefu þing­menn Repúblikana gengust til liðs við þing­menn Demó­krata og því var á­kveðið að víkja Greene úr nefndunum. Í sam­tali við blaða­menn eftir at­kvæða­greiðsluna sagði Pelosi að um­mæli hennar hafi verið veru­lega truflandi og að þeir hefðu gripið til sam­bæri­legra að­gerða ef um Demó­krata væri að ræða.

Greene á­varpaði sjálf þing­menn deildarinnar fyrir at­kvæða­greiðsluna en baðst ekki beint af­sökunar vegna um­mælanna heldur sagðist hún hafa hætt að trúa á sam­særis­kenningar, eins og QA­non, og að hún sæi eftir því að hafa trúað þeim. Þá full­yrti hún að skot­á­rásirnar í grunn­skólum og 11. septem­ber hafi „al­gjör­lega gerst,“ en sakaði fjöl­miðla um að dreifa lygum.

Átök innan flokksins

Ljóst er að mikill klofningur sé nú innan Repúblikana­flokksins þar sem nýrri með­limir, eins og Greene, hafa stutt Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta, og hug­mynda­fræði hans, á meðan eldri með­limir vilja fjar­lægjast fyrr­verandi for­setanum, ekki síst eftir ó­eirðirnar við þing­húsið þann 6. janúar síðast­liðinn.

Meðal þeirra er Repúblikaninn Liz Chen­ey en það var til um­ræðu að refsa henni fyrir að kjósa með því að á­kæra Trump til em­bættis­missis fyrir að hvetja til upp­reisnar. Repúblikanar á­kváðu þó að lokum að beita sér ekki gegn Chen­ey en hitinn er á­fram mikill. Öldungadeild Bandaríkjaþings mun taka fyrir málið gegn Trump í næstu viku.