Stjúp­móðir banda­rísku sam­fé­lags­miðla­stjörnunnar Bi­öncu Devins sem myrt var með grimmi­legum hætti síðast­liðinn sunnu­dag grát­biður net­verja um að hætta að deila myndum af líki hennar á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram, að því er fram kemur á vef breska miðilsins The Sun.Devins var einungis sau­tján ára gömul þegar hún lést.

Málið hefur vakið mikinn óhug vestan­hafs sem og annars­staðar en Bian­ca var afar vin­sæl á sam­fé­lags­miðlum líkt og Insta­gram og fannst myrt í heima­bæ sínum í Uti­cah í New York ríki á sunnu­dags­morgun. Hinn 21 árs gamli Brandon Andrew Clark, sem sjálfur var vin­sæll á miðlinum liggur undir grun lög­reglu vegna málsins. Hann hefur verið á­kærður fyrir morðið en er nú sjálfur á spítala eftir að hafa stungið sig í hálsinn. Líðan hans er sögð stöðug og verður réttað yfir honum á næstu vikum vegna málsins.

Í frétt á vef CNN um málið kemur fram að Clark og Devins hafi kynnst fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan og orðið náin. Lög­reglu­yfir­völd segja að þau hafi verið á leið heim saman frá tón­leikum í New York borg þegar rifrildi braust út á milli þeirra.

Á­stæður á­rásarinnar eru enn til rann­sóknar en Clark birti mynd af líki Devins á Insta­gram að­gangi sínum og sömu­leiðis tók hann sjálfur af sér með skorinn háls, að því er segir í frétt CNN. For­svars­menn miðilsins hafa verið harð­lega gagn­rýndir fyrir að hafa ekki ó­virkjað að­gang Clark fyrr en daginn eftir og virðist svo vera sem myndum af líki Devins sé enn dreift á sam­fé­lags­miðlum.

Stjúp­móðir Bi­öncu, Kaleigh Nico­le, segist sjálf hafa séð myndir af líki Bi­öncu og grát­biður net­verja að hætta að deila myndunum. „Það er al­gjör­lega ó­geð­fellt að fólk sé að deila skjá­skotum af dauða Bi­öncu. Hvað er að fólki?“ skrifar hún meðal annars. For­svars­menn Insta­gram hafa sagt að þeir geri allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir dreifingu myndanna.