Víð­tækar eld­flauga­á­rásir Rússa gegn Úkraínu­mönnum í dag hafa orðið þess valdandi að víð­tækar raf­magns­truflanir hafa orðið sem náð hafa til ná­granna­ríkis beggja Mol­dóvu.

Volodomír Selenskíj Úkraínu­for­seti á­varpaði öryggis­ráð Sam­einuðu þjóðanna í kvöld vegna flug­skeyta­á­rásanna. Hann segir að einungis í dag hafi Rússar skotið 70 eld­flaugum á loft og þeim öllum beint að inn­viðum landsins.

Þannig greina er­lendir miðlar frá því að hálf Mol­dóva hafi orðið raf­magns­laus vegna á­rása Rússa. Tekið er fram í frétt BBC um málið að flug­skeytin hafi ekki lent innan landa­mæra Mól­dóvu en þó haft víð­tæk á­hrif á inn­viði landsins, sem er eitt það fá­tækasta í Evrópu.

„Bara í dag höfum við fengið á okkur 70 eld­flaugar. Þetta er rúss­neska for­múlan að hryðju­verkum,“ sagði Volodomír Selenskíj meðal annars við öryggis­ráðið.

Hann hvatti öryggis­ráðið til að meina Rússum að hafa at­kvæðis­rétt þegar kæmi að stríðinu. „Við getum ekki búið við það að vera gíslar al­þjóð­legra hryðju­verka­manna.“

Rússar mót­mæltu hins­vegar á­varpi Selenskíj og því að hann hefði fengið að á­varpa öryggis­ráðið með þessum hætti. Sendi­herra Rússa Vasilí Nebensíja sagði það brjóta gegn reglum ráðsins og að inn­viðir Úkraínu­mana hefðu skaðast vegna loft­varna Úkraínu­manna.