Grasrót Pírata hefur boðað borgarstjórnarflokk Pírata á félagsfund vegna framúrkeyrslu hjá Reykjavíkurborg í Braggamálinu svokallaða. 

Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina síðustu daga, en málið snýst um endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík sem fór langt fram úr kostnaðaráætlun.Endurbæturnar kostuðu um 404 milljónir króna og fór stærstur hluti innkaupa borgarinnar fór fram án útboðs. Málið hefur gagnrýnt harðlega, bæði innan borgarstjórnar og víðar. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kallaði endurbæturnar til að mynda „æpandi dæmi“ um sóun á almannafé.

Hefur nú grasrót Pírata boðað borgarstjórnarflokkinn á félagsfund vegna framúrkeyrslu hjá Reykjavíkurborg í tengslum við málið.

Á fimmtudag verður lögð fyrir borgarráð tillaga Pírata, Samfylkinarinnar og Vinstri grænna vegna Braggamálsins þar sem borgarráð samþykkir að fela Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að ráðast í heildarúttekt á öllu því ferli sem endurgerð braggans fólk í sér.  Lög Pírata heimila grasrót flokksins að fara fram á fund með kjörnum fulltrúum. en í fréttatilkynningu frá flokknum segir að mikilvægt sé að koma til botns í málinu á fundinum.

Alvarlegt dæmi um framkvæmd sem fer langt fram úr áætlunum

Sem fyrr segir mun braggamálið verða rætt á borgarráðsfundi á morgun. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fjallar um málið í vikulegum fréttapósti þar sem hann segir málið „alvarlegt dæmi um framkvæmd sem fer langt fram úr áætlun.“ 

Þá segir hann að fregnir af einstaka reikningum og verkþáttum sem borist hafa undanfarna daga kalli augljóslega á skýringar og undirstrika mikilvægi þess að málið sé komið í hendur innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. 

„Til að undirstrika alvöru málsins leggur meirihlutinn í borgarstjórn fram tillögu til samþykktar í borgarráði á morgun til að árétta að enginn angi málsins skal vera undanskilinn og allt skal upplýst í þessu máli frá upphafi til enda.“