Eig­endur veitinga­staðarins Gráa kattarins á Hverfis­götu, þau Ás­mundur Helga­son og Elín Ragnars­dóttir, krefja Reykja­víkur­borg um 18,5 milljónir króna í skaða­bætur, vegna tafa á fram­kvæmdum í sumar. Þetta stað­festir Ás­mundur við Frétta­blaðið en hjónin segja borgina hafa brugðist upp­lýsinga­skyldu sinni og ekki gripið til að­gerða til að bregðast við töfum á fram­kvæmdunum.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá var mikil ó­á­nægja með tafir á fram­kvæmdunum, að­gengi að fyrir­tækjum á Hverfis­götu og skort á upp­lýsinga­gjöf frá Reykja­víkur­borg. Fram­kvæmdir hófust í maí, átti að vera lokið í ágúst en lauk ekki að fullu fyrr en í nóvember. Ás­mundur sagðist í októ­ber ekki eiga neinna kosta völ en að leita til lög­manns.

Hann segist í sam­tali við Frétta­blaðið nú ekki hafa neinu við það sem fram kemur í bréfinu að bæta. Það segi allt sem segja þarf.

Þegar framkvæmdir hófust í maí, rétt áður en girðingar og brýr voru settar upp.
Fréttablaðið/Valli

Í kröfu­bréfi hjónanna til Reykja­víkur­borgar er meðal annars bent á að sl­æmt að­gengi á verk­tíma hafi valdið sam­drætti í rekstri veitinga­staðarins. Það hafi verið upp á 20 til 25 prósent en hafi mest orðið 38 prósent í októ­ber. Tekið er fram að velta annars gamal­gróins staðar í mið­bænum, með svipaða sér­stöðu, hafi verið um 5-10 prósent.

Þá er þar full­yrt að orð­spor Gráa kattarins hafi beðið hnekki í ljósi slæmra ein­kunna á er­lendum ferða­síðum, þar sem ferða­menn hafi meðal annars kvartað yfir slæmu að­gengi að staðnum. Þá segir að eig­endur hafi ekki fengið neinn fyrir­vara til að bregðast við fram­kvæmdunum, þar sem þau hafi ekki verið upp­lýst um þær fyrir­fram.

Í bréfinu er á­standinu í götunni frá byrjun septem­ber og til 13. nóvember lýst sem her­kví. Þá hafi verk­taki lokað göngu­leið um Traðar­kots­sund og með því orðið ó­fært að Gráa kettinum. Gestir hafi þurft að ganga norður þann hluta Ingólfs­strætis sem í raun var lokaður og því næst austur Hverfis­götu.

Hin leiðin var suður Ingólfs­stræti norðan Hverfis­götu, þar sem þurfti að finna króka­leiðir hjá Arnar­hóli til að komast inn á Hverfis­götu norðan megin. Þar tóku við girðingar­göng sem báru með sér að um vinnu­svæði væri að ræða og því hafi fólk yfir­leitt ekki hætt sér lengra.

Þá segir enn fremur að heyrt hafi til undan­tekninga ef unnið var að loknum hefð­bundnum vinnu­degi eða um helgar. Svörin til hjónanna þau að starfs­menn þyrftu að fá sumar­frí. Segja eig­endur að þetta hafi verið birtingar­mynd þess sem þau kalla „ó­skiljan­legt metnaðar­leysi“ sem ein­kennt hafi alla fram­göngu við að klára verkið.

„Fyrir utan það ó­þolandi virðingar­leysi sem [þeim] og öðrum var sýnt með þessu og sem áttu af­komu sína undir því að verkið kláraðist hratt og vel.“